Blómadropar

Blómadropar færa gleði og fegurð inní líf okkar. Hjálpa okkur að ná innra jafnvægi, tilfinningalega sem og andlega.

Ég lærði að nota Blómadropana hjá Stefaníu Ólafsdóttur í Nýjalandi.
Ég nota blómadropa frá FES sem eru Demeter vottaðir.
Demeter vottun þýðir að droparnir eru lífrænt ræktaðir og meðhöndlaðir í kærleika og ljósi.
FES blómadropar koma frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og eru mjög vönduð og flott vara.

Ég blanda sérstaka blöndu fyrir hvern og einn. Fer allt eftir því hvað hver og einn er að takast á við í það og það skiptið.
Blómadropar hafa áhrif á orkulíkamann okkar, skapið, svefn og drauma. Bæta samskiptin okkar og hjálpa okkur að færa meiri hamingju og gleði inní líf okkar.

Blómadropar-greinar & blogg

[catlist name=blomadroparflower_remedy]