Zoom fundir, Gyðjuathafnir, Hugleiðslur, Spálestrar & Systralag í hverri árstíð

Hefur þú tekið eftir hvernig skap þitt og orka breytist eftir því hvaða árstíð er?


Hvernig að á haustin fyllumst við oft af löngun til að kafa í ný verkefni, eða jafnvel læra eitthvað nýtt? Hvernig vetrartíðin færir okkur inná við og við jafnvel þurfum að sofa meira?
Hvernig að vorið færir nýtt líf í brjóstið og þrá okkar í útiveru eykst?
Hvernig að á sumrin þá er framkvæmdarorka okkar kröftugri?

Móðir Jörð sýnir okkur sköpunarflæði sitt með hverjum árshring - frá Vori fæðist hugmyndin sem svo vex og blómstrar í Sumrinu, með Hausti lærum við af reynslunni og köfum inná við, og í vetrinum öðlumst við innri styrkinn og nálgumst okkar innra ljós.

Þegar við skoðum okkur sjálfar og okkar eigin verkefni og listaverk til hliðsjónar við flæði Móður Jarðar og innri Gyðjunnar öðlumst við dýpri sýn á verkin okkar - og hvernig okkar innra flæði hreyfist með flæði Gyðjunnar dag hvern.

Þegar við gefum okkur þá gjöf að skoða þennan hrynjanda dýpra, stoppa til að hlusta og skynja flæði og strauma lífsins - nálgumst við dýpri tengingu við okkar eigin innra flæði, og hvað hentar okkur í lífi okkar og sköpun.

Mæðraljós - Innblástur er hvatning til að skoða lífið, þig sjálfa - verkin þín og verkefni með andlegri sýn.

Mæðraljós – Innblástur gefur þér styrk í að nálgast þitt eigið einstaka ljós og skapa þaðan,
og finna verkefni þín og listaverk stækka. 

Unnur Arndísar Seiðkona leitast við að hvetja þig til að nálgast verkefni þín af virðingu og í flæði með Gyðjunni og Móður Náttúru. Hún mun leytast við að vera þér innblástur í að sjá fegurðina sem þú hefur fram að færa og hvernig að þegar við nálgumst verkefni okkar í tengingu við innri Gyðjuna og í takt við Móður Jörð, að augu okkar opnast fyrir, ekki bara okkar eigin töfrum, heldur líka töfrum lífsins. 

4 Gyðjuathafnir  Mæðraljósa

Gyðjan HLÍN - Haustjafndægur 22. september 2025
Haustljós - Umbreyting, traust, viska

Gyðjan EIR - Vetrarsólstöður 21.desember 2025
Vetrarljós - Heilun, fæðing, friður

Gyðjan FREYJA - Vorjafndægur 20.mars 2026
Vorljós - Sköpun, ástríða, framkvæmd

Gyðjan FRIGG - Sumarsólstöður 21.júní 2026
Sumarljós - Næring, sátt, styrkur

4 Zoom fundir Mæðraljósa

17.september 2025 – Hlín & Haustjafndægur
17.desember 2025 – Eir & Vetrarsólstöður
18.mars 2026 – Freyja & Vorjafndægur
17.júní 2026 – Frigg & Sumarsólstöður

Á Miðvikudagskvöldi kl 18:00 fyrir hverja Árstíðarhátíð sameinumst við í Systrahring á Zoom.
Fjórum sinnum yfir árið hugleiðum við hvaða orku og krafta hver árstíð færir okkur og verkefnum okkar.
Við dýpkum tenginguna við Móður Jörð og við Gyðju hverrar árstíðar.

Langar þig að fá hvatningu og innblástur í hverri árstíð,
og finna sköpunarflæði þitt vakna og flæða með Gyðjunni og Móður Jörð?

Mæðraljós - Innblástur kostar 33.000 kr*
*ef þú ert nú þegar skráð í Mæðraljós eða hefur lokið heilum árstíðarhring Mæðraljósa kostar 23.000 kr
(hægt er að dreifa greiðslum)

Innifalið er:

-4 Zoom fundir yfir árið
Zoom fundur í hverri árstíð - þar sem Unnur leiðir hugleiðslu og hugleiðingu um árstíðina og Gyðjuna ríkjandi í það og það skiptið. 

-Mæðraljós vefnámskeið
á Vorjafndægrum, Sumarsólstöðum, Haustjafndægrum og Vetrarsólstöðum færðu sendar hugleiðslur og athafnir til að tengja við Móður Jörð og Íslensku Gyðjurnar í hverri árstíð. 

-Spálestur í Rúnir og Tarot / Einkatími
Klukkutíma spálestur með Unni Arndísar á Zoom, þar sem við skoðum orkuna sem er ríkjandi hjá þér

-Freyjudætur 
Aðgangur að Facebook hóp þar sem Unnur leitast við að vera þér innblástur og við eigum samtal um Gyðjuna og árstíðir Móður Jarðar. 

Stígðu inn í hinn helga árstíðarhring með okkur, og hefjum ævintýraferðina saman. 

Unnur Arndísar jógakennari og seiðkona, hefur seinustu 15 árin haldið Freyjudaga, Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.

Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.

Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Unnur er jógakennari og hefur kennt jóga og hugleiðslu frá árinu 2010.

Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Unnur tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.

Unnur er ófrjó en hefur tekið upp titilinn Perlumóðir, með von um að breyta viðhorfi heimsins á ófrjósemi kvenna.

Unnur hefur tileinkað lífi sínu Móður Jörð, Gyðjunni og því að lifa lífinu blíðlega.

~Uni~
Unnur Arndísar
www.uni.is
[email protected]