Seiðlæti

~Seiðlæti~

 

Unnur Arndísardóttir

Tónskáld og Seiðkona

Reynir Katrínarson

Hvít Víðbláinn Galdra Meistari og Skapandi Listamaður

Seiðlæti hafa nú gefið út sína fyrstu plötu Þagnarþulur.
Þagnarþulur eru ljóð og tónlist tileinkuð Íslensku Gyðjunum.

Tónlist Seiðláta má nálgast á heimasíðu þeirra www.seidlaeti.com og á www.seidlaeti.bandcamp.com

 

 

Seiðlæti

Tónlistaróður og gólur  til íslenskra gyðja

Seiðlæti eru Unnur Arndísardóttir og Reynir Katrínarson. Þau hafa unnið saman seinustu 14 árin. Reynir hefur samið ljóð sem kallast „Þagnarþulur“ og eru tileinkuð Íslensku gyðjunum úr Norrænu goðafræðinni. Unnur hefur samið tónlist við þessi ljóð.

Gyðjur Íslands, sem fjallað var um lítillega í Snorra-Eddu, fá hér loksins tækifæri til að skína. Hver þeirra á sitt lag. Og er þessi óður ætlaður sem athöfn til að opna þeim leið inn í líf og nútíma okkar. Þær hafa setið þöglar í öll þessi ár en fá nú loksins rödd. Tónlist Seiðláta er því ætluð til að endurvekja hin Íslenska kvenkraft.

Tónlistin er í þjóðlegum stíl og eru tónleikar Seiðláta settir upp sem nokkurs konar “heiðin” athöfn.

Þetta hófst allt saman þegar Reynir Katrínarson fékk áhuga á íslenskum gyðjum. Hann vildi vita hvort að við Íslendingar ættum ekki fleiri gyðjur eins og svo mörg önnur menningarsamfélög um allan heim. Hann fann 16 íslenskar gyðjur sem eru okkur íslendingum næstum gleymdar. Hann langaði til að gefa gyðjunum rödd á ný og leyfa þeim að fá annað tækifæri til að vera hluti af arfi okkar Íslendinga. Hann samdi því “Þagnarþulur” sínar. Ljóð til íslenskra gyðja.

Unnur Arndísardóttir var þá í tónsmíðanámi í Bandaríkjunum. Bað Reynir Unni um að semja tónlist við ljóðin sín. Unnur og Reynir hafa undanfarin 14 ár samið 27 tónverk til 16 gyðja.

Seiðlæti hafa haldið athafnir á Íslandi, í Bandaríkjunum og á Englandi. Þar á meðal komu þau fram á Gyðjuráðstefnu í Glastonbury á Englandi, þar sem Íslenskar gyðjur voru kynntar fyrir ráðstefnunni.

Útlendir listamenn hafa sýnt þessari tónlist mikinn áhuga. Þar á meðal komu Seiðlæti fram í heimildarmyndinni Dularöfl Snæfellsjökuls eftir franska kvikmyndagerðamanninn Jean Michel Roux

 

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
Hlustið á tónlist Seiðláta á www.seidlaeti.bandcamp.com
e-mail: seidlaeti@seidlaeti.com