seidlaeti

Unnur Arndísardóttir, eða Úní,  er Seiðkona, hún útbýr athafnir við hin ýmsu tækifæri.
Helgar athafnir og stundir í náttúrunni hafa alltaf fylgt Úní frá unga aldri. Móðir hennar Arndís Sveina Nuddari, Heilari og Seiðkona, kenndi henni að trúa á sjálfa sig og Móður Jörð. Með ástríðu og kærleik í hjarta hefur Úní ferðast víðsvegar um heiminn, og lært mismunandi hefðir og andlegar leiðir.  Hafa þær allar leitt hana aftur í heimahagann til Íslands, þar sem hún hefur og finnur mikla tengingu við orku og verur í Íslenskri náttúru.  Hún hefur helgað líf sitt Gyðjunni og Móður Jörð. Úní á sér draum um að opna fyrir hina töfrandi og dulmögnuðu orku Íslands, og færa Norræna leið fegurðar og heilunar til heimsins.

Úní hefur unnið náið með Reyni Katrínarsyni seiðkarli seinustu 11 árin. Þau halda athafnir og kennslu í Íslenskum/Norrænum Gyðjufræðum. Reynir hefur samið ljóð til Íslenskra Gyðja og Úní hefur samið tónlist við ljóðin hans. Þau framkvæma athafnir saman þar sem kallað er á Norænu Kvennorkuna, sungið, beðið og tengst við Íslenskar Gyðjur og verur.

Úní lærði einnig að framkvæma og útbúa athafnir í Glastonbury í Englandi. Hún helgaði líf sitt Gyðjunni og athöfnum tengdum hinni kvennlegu orku heimsins, í Gyðjuskóla Kathy Jones í Avalon í Glastonbury, þar sem Úní fékk titilinn Systir Avalon. Í Gyðjuskólanum lærði Úní um Gyðjur og athafnir að Breskum heiðnum sið.
Úní bjó einnig lengi í New Mexico í Bandaríkjunum þar sem hún lærði um athafnir Indjána Norður Ameríku.

„Ég vel að útbúa athafnir sem tengja okkur Móður Jörð. Jarðarathafnir sem tengjast náttúrunni og verunum sem búa allt í kringum okkur, en við kannski sjáum ekki. Ég trúi á Guðlega orku í Náttúrunni og trúi því að við getum tengst Móður Jörð betur í gegnum athafnir okkar og umgengni við Náttúruna. Tíminn er kominn til að hlusta, sjá og skynja, í gegnum athafnir til heilla Móður Jarðar.“

Unnur Arndísar

uniskirn

Úní útbýr athafnir við hin ýmsu tækifæri. Hvort sem um er að ræða giftingar, skírnir, athafnir tengdar tunglinu og árstíðunum, eða fyrir mikilvæga lífsviðburði. Hægt er að útbúa athöfn tengda hópum eða einstaklingum með eitthvað ákveðið í huga.
Hvaða fallega tilefni kemur upp í þínu lífi? Langar þig að upplifa eitthvað einstakt og töfrandi, sem er algjörlega sniðið eftir orkunni þinni og tilefni þínu? Hafðu samband og við útbúm eitthvað yndislegt í sameiningu.

Bókanir og nánari upplýsingar:
Unnur Arndísardóttir
[email protected]
s. 696-5867

 


 hreinsun-72

Gyðjuathafnir

Notaleg stund fyrir hópinn – þar sem aðal áherslan er lögð á friðsæla og fallega stund saman. Þar sem við kveikjum á kertum og hugleiðum, köllum á Gyðjurnar og óskum okkur. Ég enda á því að leyfa hverjum og einum( eða þeim sem vilja) að draga spil og þá spái ég fyrir framan alla hina.
Hægt er að aðlaga þessa stund að hópnum – hvort sem um er að ræða Gæsahóp, vinkonuhóp, vinnustaðahóp, saumaklúbbinn eða ferðamenn. Bæði fyrir karla og konur!
Auk þess er hægt að bæta við gerð Blómadropa, spá í Gyðjurúnir og Tarot, Tónaheilun eða Yoga og Hugleiðslu.

Tilbaka

 

uniatwork2-72

Nýtt tungl

Á Nýju tungli (einu sinni í mánuði) býð ég uppá tunglathafnir. Þar sem konur koma saman og fagna Nýju tungli. Við kveikjum á kertum, köllum á Gyðjur og Elementin, óskum okkur, hugleiðum og eigum notalega stund saman.
Við fylgjum Norræna Árstíðarhjólinu og lærum að hlusta á skilaboð tunglorkunnar.

Tilbaka

 

fullttungfreyjud

Fullt tungl – Freyjudagar

Á fullu tungli er mikilvægt að fagna og nýta orkuna sína vel. Höfum við Mamma mín, Arndís Sveina – listakona, nuddari, heilari og Trancendanskennari, útbúið dag þar sem konur koma saman og fagna fullu tungli. Þetta er venjulega heill dagur þar sem við gerum Yoga, hugleiðum, dönsum, málum, förum í göngutúra í náttúrunni, borðum góðan mat, hlæjum og höfum gaman saman. Þetta gerum við 4 sinnum á ári, og er í tengslum við hverja árstíð fyrir sig.
Tengjumst Gyðjunni og gleðjumst saman!
Þessa daga er einnig hægt að útbúa fyrir hópa.

Tilbaka

 

huglgonguferd

Hugleiðslugönguferðir í Náttúrunni

Ég býð uppá Hugleiðslugönguferðir. Þar sem við göngum í þögn, lærum að hlusta, sjá og skynja Móður Jörð. Og finnum að hún býr einnig í líkama okkar.
Hvaða skilaboð fáum við frá líkama okkar þegar við göngum og hlustum. Sjáum umhverfið okkar og okkur sjálf í nýju ljósi.
Stoppum á fallegum og orkumiklum stöðum, hugleiðum og heilum andartakið.

Tilbaka

 

yogamin

Hugleiðslur og Yoga

Ég býð einnig uppá Yoga og Hugleiðslur. Hvort sem er í einkatímum eða í hópum.
Ég kenni slökunarjóga með áherslu á innri frið og ró. Þar sem ég kenni mjúkar jógaæfingar, öndun, slökun og hugleiðslu. Við lærum að hreyfa okkur í meðvitund – Hugleiðsla á Hreyfingu.
Ég held regluleg Jóganámskeið og Hugleiðslunámskeið.

Tilbaka

Gifting

Giftingarathöfn er ein mikilvægasta athöfnin í lífi okkar. Hvert ástarsamband er einstakt og hvert par ber einstaka orku. Því er mikilvægt að útbúa einstaka athöfn að þessu tilefni. Ég útbý Giftingarathöfn þar sem við biðjum elementin – Jörð, Vatn, Eld og Loft að blessa sambandið. Við köllum á Gyðjur, Goð, Verur og Vætti til að verða vitni að þessari sameiningu tveggja sálna. Biðjum Móður Jörð og Orku Alheimsins að blessa sambandið og neistann sem býr á milli tveggja einstaklinga. Giftingarathöfn er alltaf unnin og útbúin í nánu samstarfi við brúðhjónin.

Tilbaka

 

skirn

Skírn / Nafnagjöf fyrir nýja sál

Skírnarathöfnin er unnin í nánu samstarfi við foreldra. Hér biðjum við Elementin – Jörð, Vatn, Eld og Loft að blessa þessa nýju sál. Köllum á Gyðjur, Goð, Verur og Vætti og biðjum um að þau bjóði velkomna til jarðarinnar nýja sál, nýjan einstakling.
Tökum á móti fallega kraftaverkinu sem börnin eru og færum barninu nafnið sem það skal svo bera út lífið.

Tilbaka

 

ferming

Blessunarathöfn fyrir unga einstaklinga

Ég tel mikilvægt að við færum unglingunum okkar blessun. Þegar einstaklingur færist frá því að vera barn yfir í að verða fullorðinn, er mikilvægt að veita þeim athygli og blessun. Þessi athöfn er útbúin í nánu samstarfi við unglinginn og foreldra. Veitum unga fólkinu okkar þá virðingu að heiðra líf þeirra og kraft með blessunarathöfn.

Tilbaka