4 Gyðjuathafnir á netinu


Freyja ~ Vorjafndægur

Frigg ~ Sumarsólstöður
Hlín ~ Haustjafndægur

Eir ~ Vetrarsólstöður

Fjórar árstíðir Móður Jarðar bjóða þér að kynnast sér betur. Finndu að vorgyðjan færir von og gleði, sumargyðjan færir þér eld og hugrekki, haustgyðjan kennir þér að kafa inná við og treysta, og vetrargyðjan færir þér töfrana og andlegan skilning.

Móðir Jörð flæðir í árstíðum og er hver árshringur eins og líf einnar konu eða einn tíðarhringur, jafnvel einn dagur.
Þegar við sjáum að flæði náttúrunnar er flæði okkar einnig, og förum að skynja það í líkama okkar að flæði Móðurinnar býr í hverri konu, opnast augu okkar fyrir enn dýpri töfrum og fegurð.

Í norðrinu erum við konur heppnar að eiga sögur af gyðjum og náttúruvættum sem veita okkur andlega innsýn. Með því að opna augu okkar frekar fyrir nýrri leið í sátt og flæði við Móður Jörð fyllist líf okkar af dýpri skilning á hverjar við erum, og kraftinn sem felst í því að vera kona hér á jörðu.

Mæðraljós er námskeið sem veitir nýja sýn - og færir þér tækifæri til að stíga inn í þinn eiginn styrk. Með því að hlusta á Móður Ísland á hverri árstíð færum við Henni orðið og leyfum okkur að hlusta og njóta töfranna sem Hún færir.

Mæðraljós er vefnámskeið sem fylgir þér í gegnum kvenlegt flæði árstíða Móður Jarðar og Íslensku Gyðjanna Freyju, Frigg, Hlín og Eir.

Gyðjan EIR - Vetrarsólstöður 21.desember 2024
Vetrarljós - Heilun, fæðing, friður

Gyðjan FREYJA - Vorjafndægur 20.mars 2025
Vorljós - Sköpun, ástríða, framkvæmd

Gyðjan FRIGG - Sumarsólstöður 21.júní 2025
Sumarljós - Næring, sátt, styrkur

Gyðjan HLÍN - Haustjafndægur 22. september 2025
Haustljós - Umbreyting, traust, viska

Mæðraljós er vefnámskeið þar sem þú færð sendar Gyðjuathafnir og leiddar hugleiðslur fyrir hverja árstíð í tengslum við Gyðjukraft, flæði Móður Jarðar og Tunglsins.

4 sinnum yfir árið færð þú sendar hugleiðslur, uppskriftir af seremoníum og upplýsingar um Gyðjuna sem fylgir árstíðinni hvert sinn.  Þessu getur þú hlaðið niður á tölvuna þína og/eða í símann þinn, og nýtt þér, hlustað og framkvæmt þegar hentar þér og þínu lífi.

Þú færð tækifæri til að tengjast Íslensku Gyðjuorkunni, Tunglorkunni og Móður Jörð. Þú ferðast í gegnum árið og kynnist hvernig árstíðirnar á Íslandi hafa áhrif á líf þitt og líðan.

Við fylgjum hinu helga Árstíðarhjóli Móður Jarðar & Íslensku Gyðjanna. Útbúum athafnir og altari tileinkuð Gyðjunum, við hugleiðum og fögnum óendanlegu flæði hinnar Miklu Móður. 

Móðir Jörð flæðir í hrynjanda og árstíðum. Móðir Jörð er á óendanlegri hreyfingu og í dansi í alheiminum með plánetum sólkerfis okkar. Móðir Jörð er sú sem nærir okkur og klæðir. Hún færir okkur vatnið og næringuna, og heldur lífinu á jörðinni uppi. Með því að læra að fylgja árstíðum Móður Jarðar finnum við hvernig okkar eigið flæði í gegnum lífið er í takt við Móður Jörð. Við finnum að árstíðirnar hafa áhrif á okkar innra líf og líðan. Árstíðirnar færa okkur tenginguna við okkar innri Gyðju í takt við Móður Jörð. 

Við fylgjum Norræna Árstíðarhjólinu til að ná betri tengingu við Móður Jörð og okkur sjálfar.
Árstíðir Norðursins færa okkur tækifæri til að kynnast vetri og myrkri með kærleika og stuðning. Milda Norræna sumarið með bjartar sumarnætur kenna okkur að sjá okkur sjálfar í skýrara ljósi. Norðurljósin og hreint íslenskt vatnið eru leiðarljós okkar í átt að sjálfskærleika og kvenlegs innsæjis.
Við lærum að hlusta á Móður Jörð, færa henni fórnir og blessanir og þannig tengjast okkar innri Gyðju. 

Unnur Arndísar Seiðkona býður uppá Mæðraljós - 4 Gyðjuathafnir á netinu. Þar sem við fylgjum árstíðunum með athöfnum og hugleiðslum - sem þú getur fengið sendar beint inná tölvuna þína.

Við fylgjum hinum kvenlega krafti með Gyðjuathöfnum á árstíðum Móður Jarðar, tendrum ljós og óskum okkur, og njótum þess að finna að hver árstíð færir töfra og ljós. 

Með hverri athöfn fylgir:

*Gyðjuhugleiðsla - Hljóðupptaka sem þú hleður niður og átt að eilífu.
*Jarðar-hugleiðsla - Hljóðupptaka sem tengir þig við Móður Jörð og þú getur nýtt þegar hentar þér.
*Gyðjuathöfn - uppskrift af athöfn sem þú getur framkvæmt hvar sem þú ert stödd.
*Blessunarathöfn - lítil athöfn sem þú getur nýtt þér hvenær sem er yfir árstíðina.
*Árstíðin - náttúrualtari og upplýsingar um hverja árstíð
*Lag Gyðjunnar
*Leiðbeningar
um altarisskreytingar, æfingar og ýmsar leiðir til að tengjast Gyðjunni og hverri Árstíð betur.
*Facebook hópur - aðgengi að lokuðum hópi þar sem Unnur deilir reglulega upplýsingum um Gyðjuna, árstíðina og tunglið. Hér getum við einnig rætt Gyðjuna og deilt myndum og öðru slíku.

Hægt er að vera með í öll skiptin eða velja sér staka athöfn.

Námskeiðisgjald er 17.000 kr fyrir 4 athafnir.
Stök Gyðjuathöfn kostar 5000 kr. 

 

HLÍN
Haustjafndægur

Hlín er verndargyðja og er sú sem bægir frá ótta & því illa. Þegar við stígum inní haust og styttri daga veitir hún vernd og blessun, og aðstoðar okkur við að losa okkur við kvíða og ótta gagnvart vetri og dimmari dögum. Hún veitir frið og öryggi, og færir okkur blíðlega inn í haustið.
Hlín og Haustjafndægur færa frið og sátt, og aðstoða okkur við að gefa eftir og treysta að myrkur og dimmari dagar eru okkar dýpsti kennari. Þegar við þorum að horfa inná við og sjá okkar sanna innra ljós.

Haustjafndægur þegar fullkomið jafnvægi milli dags og nætur býr í náttúrunni, færir Móðir Jörð okkur hugrekki og traust til að sleppa og gefa eftir inní dimmari tíma haustsins.

Haust - Dvínandi Tunglorka - elementið vatn - tilfinningar, friður, innsæji, dýpt, viska, dauði & hreinsun.

EIR
Vetrarsólstöður

Í norðrinu er Gyðja ljóssins og hin umvefjandi Móðir, Gyðjan Eir.
Gyðjan Eir er umvefjandi móðurkærleikurinn. Hún er Gyðjan sem kveikir ljósið í myrkrinu. Hún heilar, læknar og umvefur. Hún er sú sem leiðir þig í myrkrinu og aðstoðar þig við að finna þinn innri sannleika og trú.
Á Vetrarsólstöðum fögnum við Gyðjunni Eir. Við tengjum við innra ljósið, finnum það vaxa, og nærum það. Við blessum andlegu leiðina okkar, hinn gyllta veg í átt að kærleikanum og ljósinu.

Vetrarsólstöður er dimmasti tími norðursins en jafnframt hátíð ljóssins, þegar við fögnum vaxandi dagsbirtu og ljósi.

Vetur - Ný Tunglorka - elementið jörð - andlegur styrkur, jarðtenging, friður, ljós, töfrar, fæðing, upprisa, heilun & skýrleiki.

 

FREYJA
Vorjafndægur

Freyja er Gyðja Vorsins, og er sú sem ber okkur í frelsi og krafti inn í sumar og bjartari daga. Hún minnir okkur á vonina og trúnna á að jafnvel eftir langan, dimman veturinn kemur ljúft vorið að lokum. Þó svo að veturinn haldi sér enn fast í náttúruna að þá er árstíð Freyju gengin í garð og við fögnum Vorjafndægrum með von í hjarta.
Freyja birtist í náttúrunni á þessum árstíma sem brumið á trjánum, sem mjúkur vordagur þar sem blærin kyssir kinn, og sem fallegt vorblóm sem gleður hjartað.

Vorjafndægur þegar fullkomið jafnvægi milli dags og nætur býr í náttúrunni, færir Móðir Jörð okkur von og birtu í hjartað.

Vorið - Vaxandi Tunglorka - Elementið loft - vindar breytinga, blómgun, frelsi, léttleiki, lífsgleði, frjósemi, sköpun & hreyfing.

FRIGG
Sumarsólstöður

Frigg er Gyðja sumars í fullum blóma, og er sú sem veitir okkur styrk, tignarleika & nærir okkur í blessunarríku & björtu sumrinu. Hún minnir okkur á hugrekkið sem til þarf að halda á draumum sínum í fangi sér, og leyfa þeim svo að rætast og fljúga frjálsum út í alheiminn. Sumarið umvefur okkur birtu sinni og næringu, gefur okkur tækifæri á að njóta náttúrunnar og allri hennar fegurð og ljóma. Við stígum inní styrk okkar og leyfum okkur að sjá að við höfum völdin yfir okkar eigin örlögum & lífi.

Sumarsólstöður er bjartasti árstími norðursins, þegar við njótum birtu og hlýju, & Móðir Jörð er í fullum blóma.

Sumar - Full Tunglorka - Elementið eldur - næring, vöxtur, styrkur, sátt, ástríða, kraftur, elja, tignarleiki & stöðugleiki.

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 15 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara
.
Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Unnur tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.


Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Í Gyðjuhefðum hvaðanæfa á fallegu Móður Jörð hafa konur fylgt hryndanda og flæði tungls og árstíða, til að finna hið helga flæði hinnar innri Gyðju.

Mæðraljós býður þér að dýpka tenginguna við innri Gyðjuna með því að kynnast
Íslensku Gyðjunum, Árstíðum Móður Jarðar og flæði Tunglsins. 

Megi Gyðjan rísa!

Megi konur koma saman og tengjast hinu helga flæði alheimsins í helgum systrahring!