~Sólarhrings Hlédrög með Úní Arndísar~
Granja San Miguel
Unnur Arndísar býður nú uppá Sólarhrings-Hlédrög á Spáni, þar sem við nálgumst líkama okkar sem dýrmætt hof. Við hlustum á hljóm og hrynjanda lífsins. Við tökum okkur sjálf í fangið, hlúum að okkur í mýkt og finnum djúpa virðingu gagnvart lífinu með því að tengja við Móður Jörð í athöfnum, og í frið og sátt við lífsins flæði.
Við hreyfum okkur blíðlega í endurnærandi jóga, öndum mjúklega og slökum á í frið og ró, og njótum matar og gistingar á Granja San Miguel fjölskyldusetri og fallegu gistiheimili í Valensíu á Spáni.
Móðir Jörð er dýrmæt. Alheimurinn er dýrmætur.
Við erum fædd inn í dýrmætt lífið í líkama sem ber að virða.
Þú átt skilið að gefa þér tíma, heita á sjálfa þig og á þína andlegu braut, og finna leiðir til að eiga fallegt samtal við Móður Jörð og þína innri Gyðju í aukinni virðingu og sátt.
Dagskráin felur í sér:
Móður Jarðar athafnir ~ með athöfnum eigum við samtal við Móður Jörð, elementin og við líkama okkar af virðingu. Athöfn er það að vera vakandi og í meðvitund, að hreyfa sig í mýktinni, í mildri vellíðan og það að elska hvern andardrátt sem okkur er færður. Við færum þakkir til Móður Jarðar, og tileinkum okkur þakklæti í verki fyrir að fá að lifa á þessari undursamlegu jörð. Við snertum Móður Jörð af djúpri virðingu - hlustum og skynjum Móður Jörð og element hennar, og finnum að flæði hennar er nátengt okkar eigin flæði í líkama og lífi.
Jóga ~ með Jóga, Hugleiðslu og Slökun færum við líkama okkar dýrmæta gjöf. Gjöf ástar og virðingar. Við lærum að hlusta á okkar innri Gyðju með því að vera meðvituð um flæði lífsins og þess að fá að lifa í líkama. Opnum augu okkar fyrir stærstu gjöfinni - sem er að hafa möguleika á því að anda djúpt. Við hreyfum okkur í mjúku endurnærandi jóga þar sem aðaláhersla verður á hugleiðslu á hreyfingu, öndun og slökun.
Tónaheilun ~ ef Gyðjan gæti sungið til þín sína fegurstu tóna, myndi Hún blessa þig og elska með hverjum andardrætti. Tónlist og tónar færa heilun og blessun, og opna hjörtu okkar fyrir veröld Gyðjunnar, náttúrunnar og verum Hennar. Mjúkur trommusláttur og söngur opnar leið inn í annan heim, og veitir djúpa slökun og frið.
Megin þema hvers hlédrags er ró og friður - og að njóta þess að taka sér örlitla pásu og vera til!
Uni Arndísar, Jógakennari, Tónlistar- og Seiðkona
býður upp á friðsælt hlédrag sem fagnar líkamanum og Móður Jörð
með Jóga, Tónaheilun og Gyðjuathöfnum.
Hvar: Granja San Miguel, Salem, Valensía, Spánn
Fyrir hópa: 6-8 manns í senn
Opið öllum - upplagt fyrir vinkonur, hjón, vinahópa eða einstaklinga sem vilja taka sér örlitla pásu.
Hafðu samband og við finnum dagssetningu sem hentar þér/ykkur.
Við njótum dvalar á fallegu fjölskyldusetri og gistiheimili Granja San Miguel í fjallaþorpinu Salem í Valensíu á Spáni.
María Jesús, eigandi setursins, býður okkur velkomin á gamalt heimili fjölskyldu sinnar. Þar sem hún hefur seinustu ár byggt upp og útbúið hið fullkomna rými til slökunnar og hlédrags. Við sameinumst í athöfnum og jóga í fallegum og notalegum jógasal Granja setursins, slökum á í baðhúsinu, syndum í sundlaug setursins og síðast en ekki síst gæðum við okkur á gómsætum mat Maríu Jesús á veitingastað hennar.
Granja San Miguel býður uppá hið fullkomna rými slökunnar og friðar, þegar við stígum útúr daglegu amstri og tökum okkur pásu - en opnar augu okkar einnig fyrir fegurð Móður Spánar.
Þú getur valið um að gista í einstaklings- eða tveggjamanna herbergi - og endilega láttu okkur vita ef þú ert með fæðuofnæmi eða óþol.
Hópurinn verður lítill og því eru einungis fá pláss í boði.
Öll dagskrá fer fram á ensku, nema ef einungis Íslendingar verða í hópnum.
Verð:
Tveggjamanna herbergi: €278 á mann
Einstaklingsherbergi: €337
Innifalið í verði:
-Jóga, Hugleiðslu & Slökunartímar, Tónaheilun & Gyðjuathöfn
-gisting í 1 nótt með fullu fæði. Boðið er uppá grænmetisfæði með vali um fisk og kjöt einnig, kaffi/te.
Rétt er að benda á að alkahól drykkir, gosdrykkir og vín eru ekki innifaldir í verði.
En veitingastaður Granja býður uppá úrval á Spænskum vínum.
Ekki innifalið í verði - en hægt að bóka aukalega:
Slökunarnudd €60/ 60 mínútur / á mann
Spálestur í rúnir með Uni €90/ 60 mínútur / á mann
Baðhús/SPA fyrir hóp €30 / á mann/ dagurinn / max 6 mannseskjur
Gönguferð með leiðsögumanni um náttúru l'Ombria del Benicadell €30 / á mann
Við mælum með að bæta við dvöl þína á Granja San Miguel - annað hvort á undan Hlédragi eða eftir. Til að gefa þér meiri tíma til slökunnar, en einnig til að skoða þig betur um svæðið í kring. Einnig væri hægt að bæta við dögum á myndlistarnámskeiði hjá listamanni á svæðinu, eða matreiðslunámskeiði með Maríu Jesús.
Aukanótt í Granja - (næturverð með morgunverði)
€152 tveggja manna herbergi - nóttin á mann
€164 einstaklings herbergi - nóttin á mann
Auk þess er hægt að bæta við fleiri sólarhringum í dagskrá og mat - sé þess óskað.
Dagskrá:
10:00-10:30 Mæting Granja San Miguel
11:00-13:00 Jarðtenging / Móður Jarðar athöfn / Hugleiðsla
14:00 Hádegisverður
Laus tími fyrir nudd, meðferðir, sund eða friðarstundir með sjálfri sér.
17:00-19:00 Jóga / Slökun / Tónaheilun
20:00 Kvöldverður
Njótum gistingar og friðsællar nætur
7:30-8:45 Morgunhugleiðsla og mjúk hreyfing
9:00 Morgunverður
10:00 Kveðjustund
Uni Arndísar, hefur seinustu 14 árin haldið Freyjudaga, Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Uni tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Uni hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.
Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Uni tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.
Uni kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Hún hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Uni lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016, & Restorative Yoga frá Yoga Somatics árið 2018.
Uni hefur hannað og gefið út vefnámskeiðin Norræna Tunglið og Mæðraljós, þar sem hún býður uppá Gyðjuathafnir og hugleiðslur á hverju Nýju Tungli ársins og í hverri árstíð.
Uni er ófrjó en hefur tekið upp titilinn Perlumóðir, með von um að breyta viðhorfi heimsins á ófrjósemi kvenna.
Uni hefur tileinkað lífi sínu Móður Jörð, Gyðjunni og því að lifa lífinu blíðlega.
~Uni~
Unnur Arndísar
www.uni.is
[email protected]