Uni er söngkona og tónskáld. Hún hefur lært söng frá unga aldri. Var í námi í Söngskólanum í Reykjavík, Söngstúdíói Ingveldar Ýr, Emerson College í Englandi og The College of Santa Fe í Bandaríkjunum. Þar sem hún lagði stund á nám í tónsmíðum og söng á Nútímatónlistarbraut.
Fyrsta sólóplata Uni „Enchanted“ kom út í desember 2009. Á plötunni eru 12 lög, eitt lag er eftir Baldvin Frey Þorsteinsson og eitt eftir Andrés Lárusson, en önnur lög á plötunni eru eftir Uni sjálfa. Uni samdi líka alla texta á plötunni.
Uni elskar náttúruna og Móður Jörð. Landið hennar Ísland hefur haft mikil áhrif á tónsmíðar hennar. Hún bjó einnig í nokkur ár í Santa Fe í Nýju Mexíkó, og vill hún meina að það hafi haft varanleg áhrif á líf hennar og tónsmíðar.

Uni gaf út sína fyrstu sólóplötu „Enchanted“ árið 2009.

Tónlistarmennirnir sem koma fram á plötunni eru:
Uni – Söngur, Gítar, Ukulele, Handtrommur
Jón Tryggvi Unnarsson – Gítar og söngur
Baldvin Freyr Þorsteinsson – Gítar
Andrés Lárusson – Bassi
Önundur Hafsteinn Pálsson – Trommur og slagverk
Myrra Rós Þrastardóttir – Bakraddir
Ásgeir Guðmundsson – Slagverk í Engill
Aldís Elva Róbertsdóttir – Bakrödd í Rain
Hugrún Tinna Róbertsdóttir – Bakrödd í Rain

Platan var tekin upp í Tankinum á Flateyri af Önundi Hafsteini Pálssyni.

Hægt er að hlusta á plötuna hér: