Unnur Arndísar býður þér í töfrandi ferðalag - einkatíma sérsniðna að þér - með helgum athöfnum, hugleiðslum og æfingum sem færa þig nær þínu einstaka ljósi.
Við setjum okkur markmið, lesum í rúnirnar og spilin, útbúum athafnir og æfingar fyrir þig. Þar sem þú tekur hvert skrefið á eftir öðru á þinni einstöku andlegubraut.
Hafir þú áhuga á að hitta Unni reglulega í einkatímum yfir árið, á Zoom, Skype eða Facebook messenger - þá endilega hafðu samband.
Nokkrar leiðir eru í boði sem sjá má hér að neðan.
Árstíðirnar 4
Vorjafndægur, Sumarsólstöður, Haustjafndægur & Vetrarsólstöður
Langar þig að flæða með árstíðum Móður Jarðar - og þannig kynnast betur þínu innra flæði?
Móðir Jörð flæðir í árstíðum - hver dagur, hvert ár er partur af helgu flæði Móður Jarðar. Með því að staldra við og hlusta á Móður Jörð, skoða hvernig flæði hennar hefur áhrif á líkama okkar og líf, opnast dýpri tenging við okkur sjálf og allt það sem heilagt er í kringum okkur og í okkur sjálfum.
-Við hittumst í einkatímum fjórum sinnum yfir árið, á hverri árstíð, og ég færi þér æfingar tileinkaðar Gyðjunni og Árstíð Móður Jarðar.
-Við kíkjum í spil og rúnir, og ræðum saman um leiðina þína og hvaða drauma þú vilt að verði að veruleika.
-Ég færi þér æfingar, hugleiðslur og athafnir í rituðu máli, á hljóðupptöku og/eða á videoi, sem þú tileinkar þér í daglegu lífi.
Ég býð þér í fallegt ferðalag í átt að Móður Jörð, að þér sjálfri/sjálfum og að öllu því sem heilagt er.
Innifalið:
-4 einkatímar - hver og einn klukkutími í senn
-aðgangur að netnámskeiðinu Mæðraljós - 4 Gyðjuathafnir Árstíða Móður Jarðar.
-Hugleiðsluserían Helga Jörð ~ Helga Líf - 5 Hugleiðslur sem tileinkaðar eru elementum Móður Jarðar.
-æfingar og hugleiðslur í rituðu máli, á hljóðupptöku og/eða á videoi.
-stuðningur og eftirfylgni í email samskiptum
Ef þú ert nú þegar skráð í Mæðraljós, eða hefur áður klárað heilann árshring Mæðraljósa, færðu afslátt af einkatímum Árstíðanna.
Langi þig að leggja af stað í fallegt ævintýri með sjálfri þér
Mánaflæði
Langar þig að flæða með tunglorkunni í gegnum árið
- og þannig tengjast innsæji þínu og tilfinningum enn betur.
Tunglið flæðir frá nýju tungli að fullu tungli og aftur að nýju - í hverjum mánuði ársins. Hver tunglhringur er einstakur. Tunglorkan hefur áhrif á sjávarföll Móður Jarðar. Tunglorkan hefur einnig djúpstæð áhrif á konur, tíðarhring kvenna og tilfinningar. Með því að skoða flæði tunglsins lærum við að hlusta betur á líkama okkar og líðan. Við færumst nær innsæji okkar og visku, og nálgumst friðinn hið innra. Amma Tungl hefur fylgt þér eftir á allri þinni lífsleið. Hún geymir töfrandi tenginguna við okkar innra sjálf og Gyðju. Leyfðu þér að hlusta á töfrandi söng hennar og finndu að þinn innri söngur er í takt við hennar.
-Við hittumst í einkatímum 12 sinnum yfir árið, fyrir hvert Fullt Tungl, og ég færi þér æfingar tileinkaðar Gyðjunni og Tunglorkunni.
-Við kíkjum í spil og rúnir, og ræðum saman um leiðina þína og hvaða drauma þú vilt að verði að veruleika
-Ég færi þér æfingar, hugleiðslur og athafnir í rituðu máli, á hljóðupptöku og/eða á videoi, sem þú tileinkar þér í daglegu lífi.
Ég býð þér í fallegt ferðalag í átt að Tunglorkunni, að þér sjálfri og að Innri Gyðjunni.
Innifalið:
-12 einkatímar - hver og einn klukkutími í senn
-aðgangur að netnámskeiðinu Norræna Tunglið - 12 Gyðjuathafnir sem veita sérstaka tengingu við Tunglmóðurina og Íslensku Gyðjurnar.
-æfingar og hugleiðslur í rituðu máli, á hljóðupptöku og/eða á videoi.
-stuðningur og eftirfylgni í email samskiptum
Ef þú ert nú þegar skráð í Norræna Tunglið, eða hefur klárað heilann árshring Norræna Tunglsins, færðu afslátt af einkatímum í Mánaflæði.
Langi þig að leggja af stað í fallegt ævintýri með sjálfri þér
"Það sem breytti mest hjá mér á árinu 2021 er að í byrjun ársins hóf ég að hitta Unni mánaðarlega á netinu í einkatímum. Við hittumst vanalega rétt fyrir fullt tungl og förum yfir hvað hefur verið í gangi hjá mér frá síðasta fulla tungli. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir „hittingar“ hafa hjálpað mér í allri minni sjálfsvinnu þetta árið. Ég finn hvað þetta hefur gefið mér dýpri skilning á umhverfinu, sjálfsþekkingu og að ná að halda einbeitingunni (fókus) yfir árið. Ég mæli því heilshugar með að fara í slíka vinnu og ég mun halda áfram á árinu 2022."
Þórey Guðmundsdóttir
Perlumæður
Konur án barna eru Perlumæður. Við berum með okkur eiginleika og styrk Móðurinnar - en við getum ekki af okkur börn. “Börnin okkar” og Perlur birtast í formi listaverka okkar, verkefna okkar og öllu því sem við nærum og gefum líf.
Perlumóðirin er skelin sem býr til rýmið - hefur áhrif á umhverfið sitt og skilur eftir sig lit á perlunni sjálfri.
Ég býð uppá einkatíma á netinu fyrir konur án barna - sem þrá innblástur og heilun, og það að komast yfir sárið sem ófrjósemi getur skapað í lífi okkar.
Ég geri mér grein fyrir að það að tala við konu sem deilir sama sári veitir heilun, og er oft fyrsta skrefið í átt að hamingjusamara lífi með ófrjósemi.
Ég mun hlusta og vera til staðar fyrir þig - og býð þér svo æfingar í formi Gyðjuathafna, hugleiðslu og yoga.
Spálestrar
~Gyðjurúnir & Tarot~
Það er gott og gaman að kíkja í spilin og rúnirnar, sér til skemmtunar, og til að forvitnast um framtíðina.
Unnur Arndísar Seiðkona veitir tarot- og gyðjurúnalestra á netinu. Þar sem hún veitir góð ráð og hvetur til betri vegar.
Unnur les í Aleister Crowley Tarotspil, og Gyðjurúnir sem byggðar eru á Norrænni Goðafræði. Gyðjurúnirnar eru hannaðar af Reyni Katrínarsyni Seiðmanni og heilara. Hver Gyðja á sína rún og er táknræn fyrir ákveðna eiginleika og orku.
Spálestrar í boði:
Einkatímar: þar sem lesið er í bæði rúnir og spil. Hægt er að færa fram spurningar.
Nýárslestur / Tímamótalestur: þar sem lagt er fyrir gamla árið – förum yfir lærdóma þess og heilun. Leggjum svo spil og rúnir fyrir nýja árið! Hjálpar til við að taka á móti Nýju ári með opnum örmum. Einnig hægt að uppfæra fyrir hverskonar tímamót í lífi hvers og eins.
Paralestur: þar sem farið er djúpt í eiginleika sambandsins og hvernig má bæta og gera betur. Parið geta verið elskendur, vinkonur, mæðgur, systkin o.s.frv.
Sumartilboð í Ágúst 2024 - klukkutíma spálestur á netinu 9000 kr
Unnur Arndísar verður næst á Íslandi í Október 2024 - og býður þá uppá einkatíma í persónu bæði í Heilun og Spálestrum. Einkatímarnir fara fram í Jógahorninu, Þorlákshöfn.
Unnur Arndísar Seiðkona & Völva hefur seinustu 14 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna, hinn helga kvenkraft & Móður Jörð. Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Íslensku Gyðjunni. Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Unnur tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.
Unnur býður uppá spálestra og andlega ráðgjöf í einkatímum á netinu.
Einkatímar fara fram á netinu á Zoom, Skype eða á Facebook