Ég er Perlumóðir - en þú?

Perlumóðir er móðir lífsins, hún er móðir fegurðar og ljóma. Kona sem gefur af sér, skapar og breytir heiminum. Hún er móðir margra perlna - en hún getur ekki eignast börn, eða velur það að eignast ekki börn. 

Konur án barna eru Perlumæður. Við berum með okkur eiginleika og styrk Móðurinnar - en við getum ekki af okkur börn í eignlegri merkingu. “Börnin okkar” eða Perlur, eins og ég vel að kalla þær, birtast í formi listaverka okkar, verkefna okkar og öllu því sem við nærum og gefum líf. 

Perlumóðirin er skelin sem býr til rýmið, hefur áhrif á umhverfið sitt og skilur eftir sig lit á perlunni sjálfri.
Við Perlumæður færum heiminum regnboga okkar og töfra - við nærum, gefum líf og töfrum - það birtist bara ekki í formi lítils barns.

Ég er ein þeirra fjölda kvenna um heim allann sem er ófrjó. Ég get ekki eignast börn. Í mörg ár reyndum við maðurinn minn að eignast börn og fórum við í nokkrar frjósemisaðgerðir. En eftir 7 löng ár gáfumst við upp - við hættum að reyna. Við gerðum okkur grein fyrir að við höfðum eytt alltof mikilli orku og peningum í að reyna eitthvað sem átti greinilega ekki að verða að veruleika. Eftir þó nokkurn tíma í sorg ákváðum við að nú væri kominn tími á að fara að láta aðra drauma rætast. Við fundum að við áttum fullt af öðrum draumum sem voru þess virði að elta og uppfylla.
Við lifum núna fallegum og friðsælum lífstíl - barnfrjáls. Við fundum aftur ástina gagnvart lífinu og öllu því sem lífið hefur uppá að bjóða. 

Mér fannst erfitt að taka upp orðið ófrjó - og nota það um mig sjálfa. Mér finnst ég nefnilega ekki vera ófrjó manneskja. Ég sem tónlist, Gyðjuathafnir og hugleiðslur, og tekst á við alls kyns verkefni í lífi mínu og starfi - allt sem krefst sköpunarkrafts og elju. Það að vera ófrjó, í orðsins fyllstu merkingu finnst mér ekki passa við mig. Ég gekk því með þetta í þónokkurn tíma. Ef ég er ekki ófrjó, hvað er ég þá? Mig fannst mig vanta eitthvað annað orð yfir þetta. Einn morguninn, á milli svefns og vöku, kom þetta orð svo til mín, Perlumóðir. Já, ég er Perlumóðir!


Sem Perlumóðir get ég verið stolt. Ég er stolt af því að vera móðir perlanna. Móðir listaverka minna, tónlistar minnar og verkefna. Ég get verið stolt af öllum þeim perlum sem streyma frá mér. Mér fannst nefnilega alltaf það að vera ófrjó bera með sér neikvæða orku. En það að vera Perlumóðir ber með sér jákvæðni, styrk, hugrekki og kraft sem aðeins Perlumóðir getur átt. Ég tel nefnilega það að vera Perlumóðir, það að geta ekki eða að velja það að eignast ekki börn, vera töframáttur. 

Perlumóðir er móðir lífsins, hún er móðir fegurðar og ljóma. Kona sem gefur af sér, skapar og breytir heiminum. Hún er móðir margra perlna - en hún getur ekki eignast börn, eða velur það að eignast ekki börn. 

Það að hafa gengið þann dimma dal að reyna að eignast börn - að elta þennan draum sem varð aldrei að veruleika - hefur fengið mig til að safna saman öllu því sem aðstoðaði mig við að komast yfir sorgina. Ég er enn í heilunarferli - því ég geri mér grein fyrir að sem ófrjó kona ber ég alltaf þetta sár með mér. Þetta sár mun alltaf vera þarna - því hefur bara hætt að blæða - og það er hætt að meiða mig eins og það gerði. Ég hef gert mitt besta við að heila þetta sár, en örið verður þarna alltaf. Það hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag. 

Ég ber því titilinn Perlumóðir með stolti - og býð öðrum barnlausum konum að gera það einnig. 

Viltu lesa meira um Perlumóðurina og sögu mína með ófrjósemi?

Bókin "Perlumóðir - kona án barna" fæst nú á Amazon!

~~~~~~~0~~~~~~~

Perlumæðra einkatímar á netinu

Ég býð uppá einkatíma fyrir Perlumæður sem leyta eftir dýpri sýn og innblæstri í að komast yfir djúpa sárið sem barnleysi getur verið.  Ég geri mér grein fyrir heilunarmætti þess að ræða við aðra konu sem ber sama sár - og vil gera mitt besta við að aðstoða þig að taka heilandi skref í átt að betra, hamingjusamara lífi - sem Perlumóðir. 

Ég mun hlusta, og vera til staðar fyrir þig - og gefa þér hugmyndir um athafnir, æfingar og hugleiðslur sem þú getur svo í framhaldinu tileinkað þér. 

Tímarnir fara fram í videospjalli á netinu - á Zoom, Skype eða Facebook messenger. 

Unnur verður næst á Íslandi vorið 2024 - og býður þá uppá einkatíma í persónu í Jógahorninu Þorlákshöfn.


Perlumæðra Systrahringir og hugleiðslur

Við sameinumst í hring, konur sem deila sama sári.
Hver hringur er tileiknaður ákveðnu þema sem færir skýrleika og innblástur á heilunarleið okkar sem Perlumæður. Við hugleiðum saman og þannig færum aukinn frið og blessun inn í líf okkar. 

Næsta Hugleiðsla Perlumæðra á Zoom verður 11. Mars 2024

Perlumæðra hópur á Facebook
Rými fyrir konur eins og mig, sem geta ekki eða velja að eiga ekki börn, og eiga lífstíl barnfrelsis. Hópur þar sem við hvetum hver aðra og eigum heilandi samtal sem leiðir að heilun og blessun. 

Perlumæðra námskeið og hlédrög/retreat

Næsta Perlumæðra Hlédrag verður haldið á Spáni vorið 2025!

Unnur Arndísar jógakennari, tónlistar- og Seiðkona, er alin upp í andlegu umhverfi. Móðir hennar Arndís Sveina nuddari, heilari og Seiðkona, kenndi henni að trúa á sjálfa sig og Móður Jörð.
Með ástríðu og kærleik í hjarta hefur Unnur ferðast víðsvegar um heiminn, og lært mismunandi hefðir og andlegar leiðir.  Allar hafa þær leitt hana aftur í heimahagann til Íslands, þar sem hún hefur og finnur mikla tengingu við orku og verur í íslenskri náttúru.  Hún hefur helgað líf sitt Gyðjunni og Móður Jörð. 

Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993, og útskrifaðist sem Jógakennari frá Jóga-og Blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010, og hefur síðan unnið sem Jóga-og Hugleiðslukennari. Hún kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Unnur leggur í kennslunni sérstaka áherslu á innri frið og ró. 

Unnur lærði einnig Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016, & Restorative Yoga frá Yoga Somatics árið 2018.

Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Unnur tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.

Hún gefur einnig út Gyðjuathafnir á veraldarvefnum á hverju nýju tungli og á hverri árstíð Móður Jarðar. Þar er hægt að njóta hugleiðslu og töfrandi athafna í tengslum við flæði tunglsins og flæði jarðar. 

Unnur er ófrjó en hefur tekið titilinn Perlumóðir í því skyni að umbreyta orku og skynjun á ófrjósemi. Unnur hvetur ófrjóar og barnlausar konur að taka einnig upp titilinn með stolti, og sanna fyrir heiminum að konur án barna hafi mikilvægu og heilandi hlutverki að gegna á Móður Jörð.

~Uni~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]